Archives October 2020

Bílastæðalausnir

Ráðgjöf í flæði sem byggir á tækni!

Starfsmenn Gulur Bíll hafa áralanga reynslu í rekstri á bílastæðum. Lausnir fyrir bílastæði hafa síðustu ár æ meir einkennst af tæknilausnum til aðgangsstýringar og upplifunar á svæðinu. 

Sérhæfing okkar er að tengja saman tæknikerfi sem í boði eru
við raunveruleikann í rekstri á bílastæðum

 

Flæði lausnir

Deilihagkerfið.

 1. Grænn Bíll Upphaf og lok leigu á sama stað
 2. Gulur Bíll Frítt fljótandi leiga á bíl.
 3. Deilibíll  Bíleigandi deilir bíl með samferðafólki

 

Bílastæðalausnir

 1. Hugbúnaður
  1. Bílnúmeralestur.
  2. Greiðsla með Appi
  3. Leiðsögukerfi
  4. Upplifunarkerfi
 2. Búnaður
  1. Bómur 
  2. Greiðsluvélar 
  3. NPR einingar

Greiðslulausnir

  1. Lausnir sem byggja á netgreiðslum og eru þaulreyndar í evrópu.
  2. Daglegir notendur kerfisins eru yfir 1 milljón á 1000 stöðum í Evrópu.

 

Um okkur

Gulur bíll ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði umferðarflæði. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf á sviði bílastæðalausna, skipulags umferðar og deilihagkerfa. Einnig selur fyrirtækið búnað og hugbúnað vegna ofangreindra atriða.

Liðsmenn

Guðmundur Arason GUÐMUNDUR ARASON
ga@gulur.is

Frá árinu 1995 hefur Guðmundur tekið þátt í rekstri bílastæða. Hann sá um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli árið 1995 og stýrði þeim rekstri til ársins 2007.
Fram til ársins 2017 stýrði Guðmundur fyrirtækinu Securitas, sem sérhæfir sig meðal annars í tæknikerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Guðmundur hefur síðustu árin aflað sér aukinnar þekkingar á sviði umferðarflæðis með þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum í greininni.

 

Brynjar Harðarson BRYNJAR HARÐARSON
bh@gulur.is

Frá árinu 1990 hefur Brynjar komið að mörgum fasteignaþróunarverkefnum á Íslandi og hefur hann stýrt tveimur veigamiklum verkefnum frá skipulagsstigi og til uppbyggingar. Þessi verkefni eru: Akralandið í Garðabæ og Hliðarendareiturinn í Reykjavík. Í þessum verkefnum hefur skipulag umferðar verið veigamikill þáttur í heildar upplifun borgaranna.
Brynjar hefur síðustu ár aflað sér aukinnar þekkingar á sviði flæðis umferðar.

 

Einar Páll Guðlaugsson

EINAR PÁLL GUÐLAUGSSON
einar@gulur.is

Fram til ársins 2019 sinnti Einar Páll fjölmörgum störfum fyrir Securitas hf. Meðal annars var hann yfirmaður tölvumála hjá fyrirtækinu í yfir 10 ár og sinnti þess utan töluverðri forritunarvinnu við innri og ytri tölvukerfi sem fyrirtækið notar. 
Einar Páll er viðskiptafræðingur og hefur sérhæft sig í gagnagrunnum ásamt því að forrita framenda tölvukerfa.

 

Til viðbótar við þessa liðsmenn getur Gulur Bíll sótt sér krafta í víðtæku neti samstarfsmanna. Á lista samstarfsmanna eru meðal annars umhverfisfræðingar, hátækniverkfræðingur og viðskiptasiðfræðingur.

 

Gulur bíll ehf.

Kennitala: 581215-0370
VSK-númer: 138961
Sporðagrunni 19
104 Reykjavík
Sími: 896 2502
Netfang: gulur@gulur.is