Bílastæði og lagning bifreiða á athafnarsvæði Vísindagarða Háskóla Íslands 

Gulur bíll ehf. sér um eftirlit með ólöglegri lagningu bíla á athafnarsvæði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Starfsmaður Guls bíls efh. er á svæðinu og fylgist með að ökutækjum sé ekki lagt ólöglega á svæðinu sem afmarkast af Sturlugötu til norðurs, Torfhildargötu til austurs, Eggertsgötu til suðurs og Sæmundargötu til vesturs.

Athugasemdir vegna álagningar

Eigandi bifreiðar og eða umráðamaður hans hefur heimild til að gera athugasemd vegna álagðs vangreiðslugjalds og eða aukastöðugjald vegna óheimilar lagningar t.d. í akstursleið, sem lagt hefur verið á viðkomandi ökutæki. Frestur til að óska eftir endurupptöku eru 14 dagar frá dagsetningu álagningar. Efst á síðunni er hlekkurinn: “Athugasemdir vegna álagningar”. Með því að skrá númer ökutækis eða númer álagningar, sem fram kemur á bakhlið sektarmiða, opnast fyrir rafrænt form þar sem birtast upplýsingar um viðkomandi mál, sem þá er hægt að gera athugasemd við. Með innsendingu athugasemdar er óskað eftir að vangreiðslugjald og eða sekt verð felld niður. Svar mun berast með tölvupósti innan 10 virkra daga frá móttöku athugasemdar.

Hlekkur á síðuna er hér:  Athugasemdir vegna álagningar

Vangreiðslugjöld og aukastöðugjöld

Við vangreiðslu (ekki greitt fyrir gjaldskylt stæði) eða aukastöðugjöld (þegar ökutæki er lagt í andstöðu við merkingar og reglur á svæðinu) stofnast krafa á kennitölu bíleigenda eða þess umráðamanns sem skráður er í ökutækjaskrá. Krafan birtist í netbanka viðkomandi strax við álagningu.

Gjöld og aukastöðugjöld eru eftirfarandi:

  • Aukastöðugjöld byggir á eftirfarandi svæðum sem lagt hefur verið í án heimildar
    • Lagt í umferðargötu kr. 8.000
    • Lagt á svæði með bannmerki við að leggja kr. 8.000,-
    • Lagt í stæði fyrir fatlaða kr. 15.000
    • Lagt í stæði fyrir rafmagnshleðslu án þess að vera að hlaða kr. 12.000
    • Lagt á gangstétt, göngustíg, umferðareyju eða aðra sambærilega staði kr. 12.000,-
    • Bifreið skagar út í götu af bílastæði kr. 8.000,-

Með því að aka inn á lóðir Vísindagarða og þær götur sem um þær liggja er litið svo á að viðkomandi hafi undirgengist þær reglur sem gilda um lagningu bifreiða á lóðinni. Reglur þessar eru skýrt tilgreindar á skiltum við lóðamörk

Krafa greiðist í netbanka og til að greiða eftir strimili skal fylgja þessum leiðbeiningum:

Undir; Greiðsluseðill (ath. ekki millifærslur) skal færa inn greiðslupplýsingar, en þær er að finna neðarlega á strimlinum, í þar til gerða reiti; kennitala, Númer, Banki HB, Gjalddagi).Skrá skal kennitölu bíleigenda/umráðamanns í viðkomandi reit fyrir kennitölu greiðanda. Kennitalan kemur fram neðst á strimlinum.

Afsláttur skv. framhlið seðilsins er veittur ef greitt er innan 3ja virkra daga frá viðkomandi aukastöðugjaldi. Ef aukastöðugjaldið er ekki geitt innan 14 daga frá álagningu þess hækkar það um 50%. Ef aukastöðugjaldið er enn ógreitt 28 dögum frá álgangingu hækkar það um 100% frá upphaflegu aukastöðugjaldi. Eftir það er gjaldið sent í lögfræðiinnheimtu.