Flotakerfi tengd við Autopay
Sum fyrirtæki hafa stóran flota af bifreiðum og nota flotastjórnunarkerfi til að halda utan um rekstur flotans. Autopay býður upp á lausnir fyrir slíka aðila.
Um er að ræða API tengingu á milli flotakerfisins og Autopay. Núverandi notendur á þessari þjónustu eru margar helstu bílaleigur landsins.
Þessi þjónustuleið hentar fyrirtækjum sem eru með meira en 50 bíla í rekstri.
Við bjóðum einnig upp á lausn fyrir fyrirtæki sem eru með 5 til 50 bíla í rekstri. Lausnin byggir á rafrænum reikningum í gegnum rafræna skeytamiðlun. Þannig er hægt að hafa fullkomna yfirsýn yfir kostnað hvers bíls beint inn í bókhald viðkomandi.
Hafir þú áhuga á að nýta þér þessa lausn fyrir fyrirtækið þitt mátt þú senda okkur fyrirspurn hér: