Ökumenn fæddir fyrir 1955 fá ekki vangreiðslugjöld

Á síðasta ári innleiddum við hjá Gulum bíl reglu um að eigendur bíla sem fæddir eru fyrir 1955 fái ekki vangreiðslugjöld á bílastæðagjöld sín jafnvel þó ekki séu notaðar greiðsluleiðir Autopay. Hefur þetta vakið ánægju þeirra sem eiga etv. erfitt með að fóta sig í stafrænu nútíma greiðsluumhverfi.