Gulur bíll ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði umferðarflæði. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf á sviði bílastæðalausna, skipulags umferðar og deilihagkerfa. Einnig selur fyrirtækið búnað og hugbúnað vegna ofangreindra atriða.

Lausnir okkar miðast yfirleitt við að nýta sjálfvirkni og tæknilausnir eins og hægt er. Sjálfvirk lesning bílnúmera (ANPR) er ein megin stoðin í tæknilausnum bílastæða hjá okkur. Umsjónarkerfi okkar tryggja hámarks nákvæmni við innlestur og þjónustuver okkar tryggir faglega eftirfylgni mála sem geta komið upp í ferlinu.

Greiðslulausnir okkar eiga að henta flestum hópum notenda. Autopay er hannað fyrir ökumenn og eigendur bíla og Þjónustusíða okkar á minarsidur.gulur.is fyrir þá sem þurfa upplýsingar um gerða reikninga.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa áratuga reynslu af þjónustuveitu og skipulagsmálum sem tengjast umferð.