TBR í Laugardal – nýtt bílastæði

Gjaldskylda á bílastæði TBR í Laugardal

Á haustdögum 2025 munum við hjá Gulum bíl innleiða gjaldskyldu á bílastæði Tennis og Badminton félags Reykjavíkur (TBR). Bílastæðið verður opið almenningi gegn tímagjaldi og áskriftarhöfum gegn mánaðargjaldi.

Meðlimir í TBR munu geta lagt á bílastæðinu með sérkjörum, sem kynnt verða á vefsíðu TBR. Kynningarefni mun verða í anddyri TBR hússins á sama tíma.

Til að fá þau sérkjör sem TBR býður meðlimum sínum þarf að skrá sig hér: SKRÁNINGARFORM

Eftir að þú sendir inn beiðni um bílastæðaáskrift færðu tölvupóst til staðfestingar. Þá fer af stað stutt vinnsluferli þar sem staðfest er að þú sért félagsmaður í TBR. Að því loknu opnum við fyrir áskriftarleið í Autopay-kerfinu, þar sem þú getur sjálf(ur) skráð þau ökutæki sem þú vilt tengja áskriftinni. Það má skrá ótakmarkaðan fjölda bíla en einungis leggja einum í einu í hverri áskrift.

Gjaldið fyrir áskriftina til er 3.000 kr.  og gildir til 31. Maí 2026

Nánari upplýsingar um notkun koma fram í tölvupóstinum sem þú færð eftir að skráningin hefur verið send inn.

Hvernig veit ég hvort ég sé félagsmaður í TBR?

Þú ert félagsmaður ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig:

● Þú ert með fasta vallaleigu hjá TBR

● Þú æfir badminton hjá TBR

● Þú ert heiðursfélagi eða tengdur félaginu á annan hátt

Þeir sem versla reglulega 10 tíma kort geta einnig sótt um aðild að félaginu og greitt félagsgjald að upphæð 3.000 kr. (óháð bílastæðagjaldi).