Ásgarður.

Staðsett milli Bjargargötu og Ingunnargötu. Landeigandi er Bílastæðahúss Vatnsmýrar ehf.

Gróska.

Staðsett í kjallara Grósku. Ekið inn sunnan megin við húsið. Landeigandi er Bílastæðahús Grósku ehf.

Urðarbrunn.

Staðsett í kjallara Sæmundargötu 21. Landeigandi er Bílastæðahús Vatnsmýrar ehf.

Öll bílastæði okkar eru gjaldskyld skv. gjaldskrá sem birt er hér á heimasíðunni. Engin hlið eru á inn- og útkeyrslum og eru bílnúmer lesin við komu og brottför af stæðinu. Gulur bíll þjónustar stæðin með greiðslukerfinu Autopay.io 

Kerfið byggir á opnum bílastæðum (án hliða) og er alfarið stjórnað með myndavélaálestri bílnúmera. Öll virkni er rafræn. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta stýrt aðgangi með einföldum snjalltækjum s.s. gsm símum. Sama á við um greiðslur sem fara eingöngu í gegnum rafrænar lausnir.

Kerfið fylgir ströngustu reglum um persónuvernd. Kerfið er lagskipt þar sem grunnforsenda allra notenda byggist á þeirra persónulega Autopay.io aðgangi. 

Greiðsluleiðir vegna gjaldskyldu

Greiðsla fyrir bílastæði hjá okkur fer í gegnum www.autopay.io 

Allar leiðbeiningar um notkun eru þar.