Bílastæðið Ásgarður

Gulur bíll ehf. hefur með höndum rekstur, umsjón og þjónustu bílastæðisins Ásgarðs sem staðsett er milli Bjargargötu og Ingunnargötu fyrir hönd Bílastæðahúss Vatnsmýrar ehf.

Bílastæðið Ásgarður afmarkast af Sturlugötu til norðurs, Bjargargötu til austurs, Eggertsgötu til suðurs og Ingunnargötu til vesturs. Bílastæðið er aflokað og hefur einn inngang frá Sturlugötu og eina útkeyrslu út á Bjargargötu.

Öll bílastæði á Ásgarði eru gjaldskyld skv. gjaldskrá sem birt er hér á heimasíðunni. Engin hlið eru á inn- og útkeyrslum og eru bílnúmer lesin við komu og brottför af stæðinu. Gulur bíll þjónustar stæðið með greiðslukerfinu Autopay.io 

Kerfið byggir á opnum bílastæðum (án hliða) og er alfarið stjórnað með myndavélaálestri bílnúmera. Öll virkni er rafræn. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta stýrt aðgangi með einföldum snjalltækjum s.s. gsm símum. Sama á við um greiðslur sem fara eingöngu í gegnum rafrænar lausnir.

Kerfið fylgir ströngustu reglum um persónuvernd. Kerfið er því lagskipt þar sem grunnforsenda allra notenda byggist á þeirra persónulega Autopay.io aðgangi. 

Svona virkar Autopay – fylgdu þessum skrefum

  • Allt byrjar með því að stofna persónulegan aðgang á Autopay.io (heimasíða)
      • Allir notendur byrja á að stofna sinn persónulega aðgang á Autopay.io
      • Setja inn allar umbeðnar upplýsingar og bílnúmer, eitt eða fleiri og geta síðan breytt eftir þörfum.
      • Einfaldast er að setja greiðslukort á bak við reikninginn en það er engin krafa og hægt að borga í hvert sinn eða vera í áskrift annaðhvort persónulegri eða gegnum fyrirtæki.
  • Fyrirtæki/stærri notendur 
    • Fyrirtæki geta keypt áskrift að ákveðnum fjölda bílastæða
    • Hverju áskriftarstæði getur fylgt heimild til að fleiri en einn nýti tiltekið stæði.
    • Heimildir eru sendar rafrænt sem linkur á póstfang þess einstaklings sem stjórnar aðgangi fyrirtækisins

Greiðsluleiðir á Ásgarði

Allar greiðslur fyrir notkun bílastæða á Ásgarði fara fram með rafrænum hætti. Allir notendur hvort sem þeir eru í áskrift eða greiða fyrir einstaka notkun verða að stofna aðgang á heimasíðu Autopay, www.autopay.io Einfaldast er að setja greiðslukort á bak við aðganginn en það er engin krafa og hægt að borga í hvert sinn eða vera í áskrift annaðhvort persónulegri eða gegnum fyrirtæki.

Ef ekki er greitt með sjálfvirkum hætti hefur viðkomandi 48 klukkustunda frest til að ganga frá greiðslu með rafrænu hætti í gegnum autopay.io. Að þeim tíma liðnum leggst á kr. 1.200 kr. vanrækslugjald.