Gulur bíll ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði umferðarflæði. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf á sviði bílastæðalausna, skipulags umferðar og deilihagkerfa. Einnig selur fyrirtækið búnað og hugbúnað vegna ofangreindra atriða.
Liðsmenn
 |
GUÐMUNDUR ARASON ga@gulur.is
Frá árinu 1995 hefur Guðmundur tekið þátt í rekstri bílastæða. Hann sá um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli árið 1995 og stýrði þeim rekstri til ársins 2007. Fram til ársins 2017 stýrði Guðmundur fyrirtækinu Securitas, sem sérhæfir sig meðal annars í tæknikerfum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Guðmundur hefur síðustu árin aflað sér aukinnar þekkingar á sviði umferðarflæðis með þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum í greininni. |
 |
BRYNJAR HARÐARSON bh@gulur.is
Frá árinu 1990 hefur Brynjar komið að mörgum fasteignaþróunarverkefnum á Íslandi og hefur hann stýrt tveimur veigamiklum verkefnum frá skipulagsstigi og til uppbyggingar. Þessi verkefni eru: Akralandið í Garðabæ og Hliðarendareiturinn í Reykjavík. Í þessum verkefnum hefur skipulag umferðar verið veigamikill þáttur í heildar upplifun borgaranna. Brynjar hefur síðustu ár aflað sér aukinnar þekkingar á sviði flæðis umferðar. |
 |
EINAR PÁLL GUÐLAUGSSON einar@gulur.is
Fram til ársins 2019 sinnti Einar Páll fjölmörgum störfum fyrir Securitas hf. Meðal annars var hann yfirmaður tölvumála hjá fyrirtækinu í yfir 10 ár og sinnti þess utan töluverðri forritunarvinnu við innri og ytri tölvukerfi sem fyrirtækið notar. Einar Páll er viðskiptafræðingur og hefur sérhæft sig í gagnagrunnum ásamt því að forrita framenda tölvukerfa.
|
Til viðbótar við þessa liðsmenn getur Gulur Bíll sótt sér krafta í víðtæku neti samstarfsmanna. Á lista samstarfsmanna eru meðal annars umhverfisfræðingar, hátækniverkfræðingur og viðskiptasiðfræðingur.
Gulur bíll ehf.
Kennitala: 581215-0370
VSK-númer: 138961
Sporðagrunni 19
104 Reykjavík
Sími: 896 2502
Netfang: gulur@gulur.is