Niðurstaða Neytendastofu ánægjuleg fyrir Gulan bíl

Á árinu 2024 tók Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda upp málefni sem snúa að atvinnugrein bílastæðaþjónustu og gjaldtöku. Í framhaldinu tók Neytendastofa að sér skoðun á markaðnum og snéri skoðunin aðallega að upplýsingagjöf og samskiptamálum fyrirtækja sem veita þessa þjónustu.

Niðurstaða úr þessari skoðun hefur núna litið dagsins ljós í fjölmiðlum og á vef Neytendastofu, en ekki hefur verið fjallað um þá rekstraraðila sem fengu góða einkunn í þessari skoðun. Gulur bíll stóðst þær kröfur sem Neytendastofa telur að fyrirtæki á þessum markaði þurfi að uppfylla og gaf út yfirlýsingu um að ekki verði aðhafst frekar gagnvart fyrirtækinu og málið fellt niður.

Þetta var ánægjuleg niðurstaða fyrir okkur og hvetur okkur áfram um að eiga sem allra bestu samskipti við þá sem velja að leggja bíl sínum á bílastæðum okkar.

Við erum meðvituð um að alltaf má gott verk bæta og tökum því ábendingum um samskipti opnum örmum. Ábendingum má koma á framfæri hér

 

Flotakerfi tengd við Autopay

Sum fyrirtæki hafa stóran flota af bifreiðum og nota flotastjórnunarkerfi til að halda utan um rekstur flotans. Autopay býður upp á lausnir fyrir slíka aðila.

Um er að ræða API tengingu á milli flotakerfisins og Autopay. Núverandi notendur á þessari þjónustu eru margar helstu bílaleigur landsins.

Þessi þjónustuleið hentar fyrirtækjum sem eru með meira en 50 bíla í rekstri.

Við bjóðum einnig upp á lausn fyrir fyrirtæki sem eru með 5 til 50 bíla í rekstri. Lausnin byggir á rafrænum reikningum í gegnum rafræna skeytamiðlun. Þannig er hægt að hafa fullkomna yfirsýn yfir kostnað hvers bíls beint inn í bókhald viðkomandi.

Hafir þú áhuga á að nýta þér þessa lausn fyrir fyrirtækið þitt mátt þú senda okkur fyrirspurn hér:

Ökumenn fæddir fyrir 1955 fá ekki vangreiðslugjöld

Á síðasta ári innleiddum við hjá Gulum bíl reglu um að eigendur bíla sem fæddir eru fyrir 1955 fái ekki vangreiðslugjöld á bílastæðagjöld sín jafnvel þó ekki séu notaðar greiðsluleiðir Autopay. Hefur þetta vakið ánægju þeirra sem eiga etv. erfitt með að fóta sig í stafrænu nútíma greiðsluumhverfi.