FÍB fjallar um vangreiðslugjöld á íslandi
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fjallaði um vangreiðslugjöld hjá gjaldtökufyrirtækjum bílastæða á Íslandi í grein á fréttavef sínum. Þar kemur fram, að vangreiðslugjöld séu mjög misjöfn hjá mismunandi rekstraraðilum. Lægstu gjöldin eru hjá þeim rekstraraðilum sem nota Autopay eða um 1.500 krónur.
Gulur bíll innheimtir engin færslugjöld í viðskiptum í gegnum greiðsluleiðir Autopay og innheimtir auk þess lág vangreiðslugjöld. Í niðurlagi greinarinnar spyrja forsvarsmenn FÍB af hverju aðilar sem nota Autopay innheimti lægra gjald en aðrir. Svar okkar við því er að Gulur bíll hefur skipulagt starf sitt með sjálfvirkni að markmiði og reiðir sig á gríðarlega fullkomið bílastæðakerfi sem sannað hefur sig víða um heim.
https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/vanraekslugjold-fra-1490-til-7500-kronur