Ráðgjöf í flæði sem byggir á tækni. 

 Starfsmenn Gulur Bíll hafa áralanga reynslu í rekstri á bílastæðum. Lausnir fyrir bílastæði hafa síðustu ár æ meir einkennst af tæknilausnum til aðgangsstýringar og upplifunar á svæðinu. 

 

Sérhæfing okkar er að tengja saman tæknikerfi sem í boði eru
við raunveruleikann í rekstri á bílastæðum

Umferð bíla

Starfsmenn Gulur Bíll hafa áralanga reynslu í gerð borgarskipulags á íslandi. Krafa borgarsamfélaga á 21. öldinni  um skilvirkar samgöngur hefur vaxið jafnt og þétt. Þess vegna innifela lausnir okkar hagkvæma blöndu af tæknilausnum og heilbrigðum hönnunarforsendum.

Deilihagkerfið.

Krafa samfélaga heimsins á sviði umhverfisverndar og samfélagslegrar ábyrgðar hefur gefið fyrirbærinu deilihagkerfi byr undir báða vængi. Markmiðum sem borgir víða hafa sett sér um minnkun á yfirborðsumferð hefur verið mætt með blöndu af almenningssamgöngum og aukinni nýtingu á bílum. Það hefur til dæmis mikil áhrif á útblástur bifreiða ef fjórir sameinast um akstur í einum bíl til og frá vinnu í stað þess að einn aðili keyri beint að heiman.