Gulur bíll ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði umferðarflæði. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf á sviði bílastæðalausna, skipulags umferðar og deilihagkerfa. Einnig selur fyrirtækið búnað og hugbúnað vegna ofangreindra atriða.
|
Guðmundur Arason ga@gulur.is Frá árinu 1992 hefur Guðmundur sinnt stjórnunarstöðum í þjónustugeiranum á Íslandi. Hann var meðal eigenda að Securitas hf frá aldamótum til 2017. Guðmundur hefur verið viðriðinn þróun og rekstur fasteigna á Íslandi og erlendis síðustu árin. |
![]() |
BRYNJAR HARÐARSON bh@gulur.is Frá árinu 1990 hefur Brynjar komið að mörgum fasteignaþróunarverkefnum á Íslandi og hefur hann stýrt tveimur veigamiklum verkefnum frá skipulagsstigi og til uppbyggingar. Þessi verkefni eru: Akralandið í Garðabæ og Hliðarendareiturinn í Reykjavík. Í þessum verkefnum hefur skipulag umferðar verið veigamikill þáttur í heildar upplifun borgaranna. Brynjar hefur síðustu ár aflað sér aukinnar þekkingar á sviði flæðis umferðar. |
![]() |
Pálmar Örn Þórisson palmar@gulur.is er menntaður rafmagnstæknifræðingur með víðtæka reynslu í stjórnunarstöðum tengdum fasteignaumsjón og öryggismálum. Hann hefur starfað sem sviðsstjóri Fasteignaumsjónarsviðs hjá Dögum. Áður var Pálmar framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssviðs hjá Securitas hf., sem og framkvæmdastjóri Tæknisviðs sama fyrirtækis. Hann hefur einnig starfað hjá Frumherja, þar sem hann leiddi rafmagnssvið sem sinnti úttektum á öryggismálum raflagna og rafbúnaðar mannvirkja. Fyrir þann tíma starfaði Pálmar í yfir áratug hjá verkfræðistofunni Rafhönnun, með sérhæfingu í stýringum hússtjórnarkerfa í byggingum. |
Auk þess að njóta starfa þessara starfsmanna höfum við fjölda verktaka og ráðgjafa sem sinna daglegum þjónustustörfum, hönnun og uppsetningu búnaðar.
Gulur bíll er umboðsaðili fyrir Autopay a/s sem hannar og framleiðir gjaldskyldukerfi fyrir bílastæði. Megin viðskiptasíða okkar er á www.autopay.io
Gulur bíll ehf.
Kennitala: 581215-0370 VSK-númer: 138961
Bjargargötu 1 102 Reykjavík
Sími: 511 5116
Netfang: gulur@gulur.is